- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Könnunin er liður í sjálfsmati skólans. Hún var lögð fyrir með vefkerfinu Skólapúlsinn.is og er ætlað að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja nemendur í skólanum um virkni þeirra í skólanum, líðan og skóla- og bekkjaranda. Könnunin var lögð fyrir í október. Hér eru eingöngu dregnar fram þær niðurstöður sem víkja frá meðaltali á landsvísu. Sem viðmiðunarregla er munur upp á:
0,5 stig ekki mikill munur
1,0 stig telst töluverður munur
1,5 stig og meira telst mikill munur
Það sem vel er gert að mati nemenda í 6.-10. bekk eða könnunin sýnir að er fyrir ofan landsmeðaltal:
· Áhugi á stærðfræði fær einkunnina 5,9 en landsmeðaltal er 5,3
· Stjórn á eigin lífi fær einkunnina 5,0 en landsmeðaltal er 4,8
· Vellíðan fær einkunnina 5,1 en landsmeðaltal er 4,9
· Agi í tímum fær einkunnina 5,5 en landsmeðaltal er 5,1
· Mikilvægi heimavinnu í námi fær einkunnina 5,6 en landsmeðaltal er 4,8
Tíðni eineltis er 10% meðal nemenda en 12,9% á landsvísu
Hlutfall hreyfingar meðal nemenda er 65% en 42,3% á landsvísu
Þeir þættir sem komu út svo til á pari við landsmeðaltal voru:
Ánægja af lestri, þrautseigja í námi, trú á eigin námsgetu,holt mataræði og samsömun við nemendur.
Það sem betur má fara og er undir landsmeðaltali:
· Ánægja af náttúrufræði fær einkunnina 4,4 en landsmeðaltal er 5,0
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880