Heimsóknir

Í gær heimsóttu elstu leikskólabörnin frá Leikhólum 1. og 2. bekk við Tjarnarstíg og eyddu hluta úr deginum með þeim. Þeir krakkar munu hefja nám hjá okkur í haust.

Í morgun fóru 4. bekkingar frá Siglufirði í heimsókn til Ólafsfjarðar en þeir nemendur munu sameinast næsta haust er þeir hefja nám í 5. bekk við Tjarnarstíg.

7. bekkur fór einnig í heimsókn en þau heimsóttu Norðurgötuna og fengu að fylgja unglingastiginu í dag en núverandi 7. bekkur mun hefja nám nk. haust við Norðurgötu

.