Heimsókn frá Leikhólum

Í morgun heimsótti verðandi 1. bekkur frá Leikhólum nemendur í 1. bekk og fengu að prufa kennslustund í stærðfræði með þeim. Þar var reiknað á fjölbreyttan hátt og spreytt sig meðal annars í Osmo. Núverandi nemendur 1. bekkjar tóku vel á móti leikskólahópnum, aðstoðuðu þau í stærðfræðinni og fylgdu þeim út í frímínútur. Hægt er að sjá myndir frá heimsókninni hér.