- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Fiðringshópurinn okkar bar sigur úr býtum í lokakeppni Fiðrings í gærkvöldi. Atriðið þeirra Seinna er of seint fjallar um hlýnun jarðar og mikilvægi þess að allir þurfa að bregðast sem fyrst við til að bjarga jörðinni. Þær Halldóra Elíasdóttir og Sigríður Salmannsdóttir hafa haft umsjón með hópnum í vetur. Mikið var um dýrðir í Hofi og nemendur okkar stóðu sig frábærlega. Nemendum unglingadeildar var boðið upp á rútuferð til Akureyrar til að styðja sitt fólk. Eins og fyrr segir stóð Grunnskóli Fjallabyggðar uppi sem sigurvegari, Oddeyrarskóli hlaut önnur verðlaun og þriðja sætið fór til Þelamerkurskóla. Við óskum keppendum innilega til hamingju með þennan frábæran árangur.
Hér má sjá keppnina inn á UngRúv
Hér má sjá myndir frá kvöldinu
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880