Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir stöðu umsjónarkennara á yngsta stigi og stöðu þroskaþjálfa

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir stöðu

umsjónarkennara á yngsta stigi og stöðu þroskaþjálfa

Umsjónarkennara vantar til starfa við Grunnskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða 100% stöðu. Kennslugreinar eru almenn kennsla og umsjón á yngsta stigi. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  •  Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði.
  •  Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  •  Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
  •  Góðir skipulagshæfileikar.
  •  Ábyrgð og stundvísi.

Laun greidd samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Kennarasambands Íslands (KÍ).

 

Þroskaþjálfa vantar til starfa við Grunnskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða 75% stöðu með möguleika á stækkun í 100%. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Kemur að þjálfun einstaklinga
  • Veitir ráðgjöf og leiðsögn til samstarfsaðila
  • Kemur að gerð einstaklingsnámskráa
  • Stjórnar og skipuleggur teymisfundi
  • Kemur að daglegri umsjón og skipulagi í sérhæfðri þjónustu

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Starfsréttindi þroskaþjálfa
  • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi
  • Reynsla af skipulagi og teymisstjórnun
  • Áhersla er lögð á lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Þroskaþjálfafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga.

 

Grunnskóli Fjallabyggðar er heildstæður grunnskóli með rúmlega 200 nemendur. Starfstöðvar eru tvær, í Ólafsfirði og á Siglufirði. Skólinn starfar samkvæmt Uppeldi til ábyrgðar og Olweusarstefnu gegn einelti. Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://grunnskoli.fjallabyggd.is/ 

Gildi skólasamfélagsins eru:  Kraftur - Sköpun – Lífsgleði

Í Fjallabyggð búa ríflega 2000 íbúar. Nánari upplýsingar um Fjallabyggð  má finna á www.fjallabyggd.is

 Upplýsingar veitir Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri í síma  464-9150 og  865-2030 eða í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið erlag@fjallaskolar.is

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2018