Göngum í skólann

Í gær lauk átakinu Göngum í skólann en undanfarnar tvær vikur hafa nemendur lagt sig fram við að ganga eða hjóla í skólann og staðið sig ljómandi vel þrátt fyrir að  veðurfar hafi ekki alltaf verið þeim hagstætt. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. 

Þrátt fyrir að átakinu sé lokið hvetjum við nemendur eindregið til að halda áfram að vera dugleg að ganga í skólann.