Glæsilegur stórsýningardagur

Nemendur 1. bekkjar syngja fyrir gesti
Nemendur 1. bekkjar syngja fyrir gesti
Það var mikið líf og fjör og margt um manninn á stórsýningardegi skólans á Siglufirði. Þar sýndu nemendur eldri deildar skólans og yngri deildarinnar á Siglufirði afrakstur vetrarins. Í íþróttasalnum voru verk eldri deildarinnar en yngri bekkirnir sýndu sín verk í skólastofum. Ýmsir smíða- og saumamunir voru áberandi sem og teikningar og málverk. Margt glæsilegra verka bar fyrir augu og sýndu gestir þeim mikinn áhuga. Einnig voru til sýnis einstök verkefni úr bóklegum greinum sem og ýmis verkefni sem unnin voru og sýnd í tölvum eða sem lifandi myndir á veggjum. Nemendur yngri deildarinnar buðu einnig upp á lifandi viðburði í sínum stofum og vöktu þeir verðskuldaða athygli. Eftir skoðunarferð um skólann var svo hægt að setjast niður og versla kaffi og kökur og styrkja þannig ferðasjóð 9. bekkjar.