Á dögunum fór Vorhátíð 1.-7. bekkjar fram í Tjarnarborg. Þar var boðið upp á viðamikla og glæsilega dagskrá sem
gestir höfðu gaman af. Hátíðin byrjaði með samsöng allra nemenda í 1.-7. bekk. Var gaman að sjá þennan föngulega hóp saman
kominn á sviði Tjarnarborgar og hljómaði söngurinn hátt og snjallt.
Síðan rakti hvert atriðið annað og voru söngur, leikur og dans uppistaðan í
dagskránni. Var greinilegt að mikil vinna lá að baki margra þessarra atriða og ljóst að í hópnum leynast margir framtíðar
listamenn. Það var þétt setinn bekkurinn í menningarhúsinu okkar og gestir fóru sáttir heim að lokinni sýningu.
Sr. Sigurður Ægisson tók fínar myndir af því sem fram fór og við fáum að njóta. Fleiri myndir má sjá í
myndaalbúmi.
Hér má sjá Bakkabræður í róðri ásamt föður sínum
Sýndur var frumsaminn dans
og svo sáust meira að segja balletspor