- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Elías Þorvaldsson, fyrrverandi tónskólakennari, færði Grunnskóla Fjallabyggðar gjöf á dögunum. Um er að ræða frumsamið efni, lög og texta eftir hann sjálfan. Heftið ,,Sitt lítið af hverju” ásamt USB lykli með undirspili og söng. Grunnskólinn þakkar Elíasi fyrir þessa góðu gjöf sem mun nýtast vel í starfi skólans.
Kiwanisklúbburinn Skjöldur færði Grunnskóla Fjallabyggðar gjöf sl. haust. Um er að ræða ClassVR-pakka en hann inniheldur 8 VR/AR-gleraugu, harðgera geymslutösku, nemendavænt notendaviðmót og úrval fræðsluefnis í sýndarveruleika (VR) sem fellur vel að námskrá og vefgátt sem gerir kennurum kleift að stjórna og meðhöndla búnaðinn á auðveldan hátt. ClassVR er sýndarveruleikakerfi sem er sérhannað fyrir skólaumhverfi. Grunnskólinn þakkar Kiwanis fyrir þessa góðu gjöf sem mun nýtast vel í starfi skólans.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880