Fyrsta söngstundin hjá 1.-5. bekk

Fyrsti söngsalur vetrarins var í morgun, þá mættu 1.-5. bekkingar í matsal skólans og sungu saman. Guðmann spilaði á ukulele og gítar og textum var varpað upp á vegg svo að allir gætu tekið þátt í söngnum.