Frábær útivistar- og skíðadagur í eldri deild

Í dag var hreystidagur hjá eldri deildinni og var hann tileinkaður útivist og skíðaiðkun. Veðrið lék við okkur og allir skemmtu sér hið besta. Hægt var að velja á milli þess að fara á skíði, bretti eða sleða á skíðasvæðinu í Skarðinu, á gönguskíði við Hól eða í gönguferð eftir Ríplunum og alla leið upp í Skarð. Flestir voru í Skarðinu og var virkni nemenda til fyrirmyndar. Það var mikið líf og fjör í Skarðinu og allir skemmtu sér hið besta skidadagur_feb__13_009.jpg

skidadagur_feb__13_007.jpg

skidadagur_feb__13_036.jpg

skidadagur_feb__13_039.jpg
Sólin var farin að láta sjá sig um hádegið

Fleiri myndir má sjá í myndasafni hér að ofan