Frá iðjuþjálfa

Mikilvægt er að nemendur tileinki sér rétt grip um skriffæri. Rétt grip stuðlar að réttum vinnustellingum og þar af leiðandi réttrar beitingar líkamans við vinnu. Rangt grip getur leitt til þreytu og sársauka í fingrum, hendi, handlegg, öxlum og hálsi. Einnig er höfuðverkur og vöðvabólga afleyðing af röngu gripi. Margir nemendur halda einnig of fast um skriffæri en það getur einnig leitt til álags á hendi og axlir. Iðjuþjálfi Grunnskólans í Fjallabyggð hvetur foreldra til að leiðrétta rangt grip hjá börnum sínum og stuðla þannig að bættri heilsu þeirra og líðan.   Leiðbeiningar um rétt grip Guðrún Þorvaldsdóttir Iðjuþjálfi Grunnskóla Fjallabyggðar gudrun@fjallaskolar.is