Föstudagsfjör

Nemendur 1. - 4. bekkjar fengu umbun fyrir að hafa verið dugleg í lestrarátakinu í þessari viku. 1. og 2. bekkur komu í heimsókn í 3. og 4. bekk og fengu að velja sér viðfangsefni, allt frá því að leika sér með bíla upp í að þjálfa sig í Ipad-vinnu. Til að kóróna stundina komu 8. bekkingar færandi hendi með ilmandi piparkökur.