Forvarnarverkefni

Þórarinn Hannesson
Þórarinn Hannesson

Í síðustu viku var haldinn forvarnarfyrirlestur fyrir eldri nemendur skólans og forráðamenn þeirra er Hildur H Pálsdóttir sagði frá heimi fíkniefna. Í framhaldi var forvarnardagur haldinn í 9. bekk þar sem unnið var útfrá þremur heillaráðum: Samveru með fjölskyldu og vinum, þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og að fresta því að hefja drykkju áfengis.

Einnig kom Þórarinn Hannesson  í heimsókn í 9. bekk þar sem hann fór yfir mikilvægi hreyfingar og kynnti starfsemi íþróttafélaga í Fjallabyggð.