Forvarnarlögregla heimsótti unglingastigið

Frá heimsókn lögreglu
Frá heimsókn lögreglu

Í dag heimsótti forvarnarfulltrúi lögreglunnar á Norðurlandi eystra nemendur í 8. - 10.bekk. Fyrirlesturinn fjallaði m.a. um sakhæfisaldur, myndbirtingar á Netinu, ofbeldi ungmenna og haturstjáningu. Einnig kom fulltrúinn inn á kynferðisofbeldi, notkun vímuefna og vopnaburð. Nemendur sýndu efninu áhuga og voru kurteisir og tillitssamir.

Skólastjórnendur eru að skoða fyrirlestur frá lögreglunni fyrir forráðamenn.