Foreldrar barna með ADHD!

             Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna með ADHD verður haldið laugardagana 15. og  29.október 2011 á vegum ADHD samtakanna. Námskeiðið verður í fjarfundi og stendur yfir frá  kl. 10:00 til 14:45 báða dagana.  Lögð verður áhersla á að foreldrar öðlist góðan skilning á ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna sinna.   Áhugasamir hafi samband á bæjarskrifstofuna í síma 4649100 eða sendi póst á: hrefna@fjallabyggd.iseða helgah@fjallabyggd.is fyrir 30.september nk.   Félagsþjónusta Fjallabyggðar