Flottur árangur í Pangea stærðfræðikeppninni

Um helmingur nemenda í 8. og 9. bekk tók þátt í Pangea stærðfræðikeppni sem haldin er nú í annað sinn á Íslandi. Það er gaman að segja frá því að fimm nemendur úr 8. bekk og sex nemendur úr 9. bekk komust áfram í aðra umferð keppninnar sem fór fram í morgun. Krakkarnir stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Lokaumferðin mun fara fram í byrjun apríl í Reykjavík og verður spennandi að sjá hvort við munum eiga fulltrúa þar.

https://www.pangeakeppni.is/