Flott söfnun hjá 5. bekk fyrir ABC barnahjálp

Sl. tvær vikur hafa nemendur 5. bekkjar gengið í hús og safnað fyrir ABC barnahjálp, ve var tekið á móti þeim og færum við kærar þakkir fyrir það. Alls safnaði bekkurinn 150. 159 krónur.

Þetta er í 19. sinn sem söfnunin fer fram og er hún unnin í samstarfi við grunnskóla landsins. Börnum er  úthlutað götum í sínu skólahverfi þar sem þau ganga í hús tvö og tvö saman og safna í söfnunarbauka. Í ár mun söfnunarfénu vera ráðstafað til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu. 

Í fyrra tóku 89 grunnskólar þátt og nemendur hafa ávallt staðið sig með stakri prýði og reynst mikilvægir sendiherrar starfsins.