- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Nemendur 10. bekkjar tóku þátt í Fjármálaleikunum 1.- 8. mars sl. og höfnuðu í 3. sæti og fengu 150.000 kr í verðlaun. Alls tóku 55 skólar á öllu landinu þátt þannig að þetta er frábær árangur hjá þeim.
Fjármálaleikar eru haldnir árlega í fjármálalæsi milli grunnskóla fyrir nemendur í 10. bekk. Hver nemandi svarar 48 fjölbreyttum spurningum sem snúast um tryggingar, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, lífeyrissparnað, vexti, laun og ýmislegt sem snýr að fjármálum einstaklinga.
Meginmarkmið með þessari keppni er að efla fjármálalæsi ungmenna. Nemendur hafa lært heilmikið um fjármál og frábært að geta tekið þátt í svona skemmtilegri keppni í leiðinni. Grunnskóli Fjallabyggðar hefur staðið sig vel í leikunum undanfarin ár en það er stærðfræðikennari unglingadeildar, Sigurlaug Ragna Guðnadóttir, sem heldur utan um keppnina hér hjá okkur. Glæsilegur árangur hjá þessum flottu nemendum okkar í 10. bekk og við óskum þeim innilega til hamingju.
Nánari upplýsingar á www.fjarmalavit.is
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880