Ertu á aldrinum 10-15 ára? Elskarðu að teikna?

Emma Sanderson - Grafískur hönnuður á Siglufirði hefur farið af stað Teiknisamkeppni með barnasmiðju og innanhúss veggmyndaverkefni (Mural Workshop) í Fjallabyggð.
Samkeppnin snýr að því að fá börn í Fjallabyggð á aldrinum 10-15 ára til að senda inn mynd í samkeppnina og verða sex teikningar valdar úr hópi þeirra sem berast. Þau börn sem verða valin fá að að mála vinningsteikningarnar sínar á veggmynd í NEON undir handleiðslu Emmu Sanderson dagana 1.-2. ágúst nk.  Á vinnustofunni fá börnin m.a. fræðslu um veggmálverk, leiðsögn og búa til gagnvirka veggmynd með sýndarveruleika (SV).  Emma mun að auki vinna stóra veggmynd í Sundhöll Siglufjarðar.
 
Verkefnið hlaut stryk frá Fjallabyggð og Barnamenningarsjóði Íslands.
 
Emma Sanderson er grafískur hönnuður frá Brisbane í Ástralíu sem býr nú á Siglufirði. Helstu viðskiptavinir hennar eru ástralskar frumbyggjaheilbrigðisstofnanir, sveitarfélög, mennta- og samfélagsstofnanir. Árið 2011 útskrifaðist hún með Bachelor of Visual Arts frá University of Sydney (Sydney College of the Arts) og þar áður lauk hún diplómanámi í grafískri hönnun.
Emmu finnst gaman að teikna, mála og er nú sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður, myndskreytari og býr til sérsniðnar handmálaðar veggmyndir.
 
Allar frekari upplýsingar er að fá hjá Emmu á netfanginu hello@emma-sanderson.com
 
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Veggmyndasmiðja krakka

Ertu á aldrinum 10-15 ára? Elskarðu að teikna? Hér er tækifærið þitt til að sýna hæfileika þína og mála þitt eigið listaverk á veggmynd!
 
Við höldum teiknisamkeppni og verða 6 efstu teikningarnar valdar. Vinningshafarnir fá að mála vinningsteikningarnar sínar á veggmyndasmiðju barna dagana 1. – 2. ágúst.
Frestur til að skila inn teikningu hefur verið framlengdur til 8. júlí.

Hvernig tek ég þátt

  1. Farðu á emma-sanderson.com/teiknikeppni til að hlaða niður keppnisteikniblaðinu.
  2. Sendu inn teikningu þína fyrir frestinn (mynd eða skanna) á netfngið hello@emma-sanderson.com.

Hvar er hægt að finna útprentuð teikniblöð?

📍 Kjörbúðinni Ólafsfirði
📍 Kjörbúðinni Siglufirði
📍 Olís Siglufirði
📍 Bókasafninu á Siglufirði

 

 Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að sjá listaverkin þín lifna við á veggmynd í Neon!