Sungið til sólarinnar

Í dag 28. janúar fögnuðum við komu sólarinnar með söng eins og  hefð hefur verið í fjölda mörg ár en á þessari öld tókum við upp á því að syngja sólarlögin okkar á kirkjutröppunum. Sólin lét ekki sjá sig í dag með birtu og yl eins og segir í ljóðinu sem alltaf er sungið, sem Hannes Jónasson samdi árið 1917.

 

Kom blessaða sól með birtu og yl

til barnanna á landinu kalda.  

Við höfum svo lengi hlakkað til

er hátign þín kemur til valda

Og vetur ei getur

sér lengur í hásæti hreykt.

Foreldrafélag grunnskólans og slysavarnarfélögin gáfu nemendum í Grunnskóla Fjallabyggðar þessar flottu „sólskinshúfur“ og viljum við þakka kærlega fyrir góða gjöf.