School Quiz

Í vetur hafa nemendur tekið þátt í spurningarkeppninni School Quiz og hafa verið 11 umferðir háðar. Að jafnaði voru um 6-7 lið hverju sinni, en það voru tvö lið sem skiptust á að verma fyrsta sætið eftir hverja viðureign fyrir sig. Í loka viðureigninni enduðu svo þessi tvö lið jöfn og var því sanngjarnt að bæði liðin mundu hljóta verðlaun fyrir frammistöðu sína. Það var Torgið sem gaf liðunum sitthvort gjafabréfið í pizzu og gos. En þetta voru liðin Kókómjólk sem skipar fjórum krökkum úr áttunda bekk, Aron Fannar, Marlís Jóna, Anna Brynja og Dómhildur Ýr og liðið Nökkvi Fjalar með þeim Elísabetu Öllu, Júlíu Birnu og Jóhönnu en þær eru allar í tíunda bekk.

Nemendaráð óskar sigurvegurum til hamingju og þakkar fyrir þátttökuna.