- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar var haldin sl. fimmtudag í Tjarnarborg. Alls tóku 30 nemendur þátt í 23 atriðum. Keppnin var að venju fjölbreytt og skemmtileg en þar mátti sjá t.d dansara, uppistandara, hljóðfæraleikara og söngvara.
Dómnefnin að þessu sinni var skipuð þeim Guðmundi Ólafssyni, Hólmfríði Ósk Norðfjörð og Svövu Jónsdóttur.
Undirleikarar voru kennarar tónskólans þeir Þorsteinn Sveinsson og Guðmann Sveinsson, það var síðan í höndum Guðrúnar Unnsteinsdóttur aðstoðarskólastjóra að stýra samkomunni.
Eftirfarandi verðlaun voru veitt:
Hópatriði: Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir fyrir dansatriði
Einstaklingsatriði: Tinna Hjaltadóttir, Unnsteinn Sturluson og Ronja Helgadóttir
Óskum við öllum keppendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og augljóst er að í nemendum okkar reynast fjölbreyttir hæfileikar.
Myndir frá keppninni fengum frá Sigurði Ægissyni og birtum við þær hér með góðfúslegu leyfi hans.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880