Lokakeppni í stóru upplestrarkeppninni

Lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar fyrir skóla í Eyjafirði fór fram í gær í Kvosinni í Menntaskól…
Lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar fyrir skóla í Eyjafirði fór fram í gær í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri, fimmtudaginn 5. mars.
Lokakeppninni er skipt upp í smærri einingar en í gær komu fimm skólar saman er það voru Dalvíkurskóli, Grunnskóli Fjallabyggðar, Þelamerkurskóli, Hrafnagilsskóli og Árskógarskóli.
12 keppendur tóku þátt og lásu upp textabrot úr skáldsögunni “Stormsker, fólkið sem fangaði vindinn” eftir Birki Blæ Ingólfsson og ljóð eftir Jón úr Vör ásamt ljóði að eigin vali.
Okkar fulltrúar í keppninni voru þau Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, Dawid Saniewski og Kolfinna Ósk Andradóttir. Þau stóðu sig alveg með sóma og við mjög stolt af þeim. Ánægjulegt er frá að segja að hún Hrfanhildur Edda varð í öðru sæti sem er alveg glæsileg.