Skólareglur endurskoðaðar

Skólareglur  Grunnskóla Fjallabyggðar

 

Í skólanum er unnið í anda Uppbyggingarstefnunnar (Restitution), sem einnig gengur undir nafninu Uppeldi til ábyrgðar. Um er að ræða mannúðarstefnu sem leggur áherslu á að kenna sjálfstjórn og ýtir undir hæfni til að bera ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu er að öllum sé ljóst hvert sé hlutverk þeirra og lífsgildi. Virðing er leiðarljós í samskiptum.

 

Hlutverk kennara og annars starfsfólks er að:

  • sinna starfi sínu samkvæmt bestu sannfæringu
  • eiga samvinnu við nemendur og foreldra um farsæla skólagöngu
  • svara spurningum
  • útskýra á marga vegu
  • framfylgja reglum
  • láta sig nemendur varða
  • aðstoða við gerð uppbyggingaáætlana

 

Hlutverk nemanda er að :

  • læra samkvæmt bestu getu
  • vinna  með kennara og samnemendum
  • spyrja
  • láta vita ef illa gengur eða vanlíðan gerir vart við sig
  • fylgja reglum
  • hlusta á aðra
  • gera uppbyggingaáætlanir

Skólareglur Grunnskóla Fjallabyggðar eru samdar í  tengslum við innleiðingu Uppbyggingar-stefnunnar. Gert er ráð fyrir að bekkjardeildir skólans geri með sér bekkjarsáttmála. Skólareglurnar og viðurlög við brotum á þeim eru samin með hliðsjón af reglugerð  nr. 1040/2011 um skólareglur í grunnskólum og með hliðsjón af  lögum um grunnskóla nr. 91/2008 en þar segir í upphafi 14. greinar.

,,Nemendur bera ábyrgð á eigin námi og á framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.”

 

Skólareglur Grunnskóla Fjallabyggðar gilda hvar sem nemendur og starfsmenn eru á vegum skólans.  Þær byggja á því grundvallarsjónarmiði að nemendur séu komnir í skólann til þess að læra í friði, sátt og samlyndi við aðra. Hegði nemandi sér í ósamræmi við skólareglur utan skólatíma telst það almennt ekki brot á skólareglum, nema þegar um er að ræða einelti eða annað ofbeldi sem á sér stað á leið nemanda til og frá skóla.

Grundvallarreglur Grunnskóla Fjallabyggðar

Við eigum alltaf að:

  • sinna hlutverki okkar
  • vinna í anda bekkjarsáttmála
  • koma vel fram við alla í skólanum með því að sýna kurteisi og tillitssemi
  • vera stundvís og hafa nauðsynleg gögn með okkur í skólann og heim
  • fara eftir fyrirmælum starfsfólks
  • leggja rækt við nám okkar, virða og skapa vinnufrið
  • ganga vel um skólann og fara vel með eigur okkar og annarra
  • ganga vel um skólabíl og gæta fyllsta öryggis
  • sýna kurteisi og tillitsemi í mötuneyti skólans og ganga frá eftir okkur
  • hafa slökkt á símum í kennslustundum. (Símar ekki leyfðir 1.-7. bekk.)
  • fá sérstakt leyfi kennara til að nota síma eða önnur snjalltæki
  • hugsa vel um heilsu okkar, umhverfi og náttúru
  • fá sérstakt leyfi skólastjórnenda til að neyta sælgætis og gosdrykkja

 

Viðbrögð við brotum á grundvallarreglum:

Viðkomandi kennari/ starfsmaður beitir stuttum inngripum í anda uppbyggingarstefnunnar. Gæta skal jafnræðis og samræmis í viðbrögðum.

Ítrekað brot ber að skrá í dagbók nemanda á Mentor.

Umsjónarkennari fylgist með skráningum og metur hvort og hvenær nemandi þurfi sérstaka aðstoð til að fylgja grundvallarreglum.

Umsjónarkennari veitir nemandanum slíka aðstoð með:

sáttarleið

munnlegri uppbyggingu

fundi með nemanda og/eða foreldrum

skriflegri uppbyggingaráætlun

Ef aðgerðir umsjónarkennara bera ekki árangur vísar hann málum nemandans til skólastjórnanda.

Öryggisreglur Grunnskóla Fjallabyggðar

Við eigum aldrei að :

  • trufla kennslu vísvitandi og ítrekað
  • beita andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi þ.m.t. einelti
  • beita ógnunum, ögrunum, hótunum eða ljótum orðum
  • henda húsgögnum, munum eða vinna önnur skemmdarverk
  • koma með eða beita bareflum, vopnum eða eldfærum
  • mismuna á nokkurn hátt t.d. vegna uppruna, litarháttar, trúar, kyns eða kynhneigðar
  • misnota síma eða snjalltæki
  • neyta tóbaks, áfengis, fíkniefna eða nota rafrettur.

 

 

 Viðbrögð við brotum á öryggisreglum:

Öryggisreglurnar eru skýr mörk um óásættanlega hegðun. Þegar nemandi brýtur öryggis-reglur og fer yfir skýru mörkin er brugðist við með því að:

  • Ræða við nemandann um hegðun hans til þess að hann geri sér grein fyrir eðli brotsins og afleiðingum þess og átti sig á ábyrgð sinni.
  • Nemandi er fjarlægður úr hópnum og vísað í öruggt skjól t.d. á skrifstofu skólastjórnanda.
  • Umsjónarkennari, skólastjórnandi eða annar starfsmaður í fjarveru þeirra tekur nemandann til umsjónar.
  • Umsjónarkennari eða skólastjórnandi veita fyrstu viðbrögð eftir alvarleika brotsins.
    • Nemandi vinnur í einveru
    • Foreldri/forráðamaður nær í nemandann í skólann
    • Nemanda vísað úr skóla tímabundið (á valdi skólastjóra)
    • Samdægurs eða á næstu dögum á umsjónarkennari og/eða skólastjóri fund með nemanda og foreldrum/forráðamönnum þar sem leitast er við að gera uppbyggingaráætlun og finna  lausn til frambúðar.

Við brot á öryggisreglum eru foreldrar alltaf upplýstir og brotið skráð í dagbók nemandans á Mentor.

  • Ítrekuð bort á öryggisreglum:  Ef nemandi virðir ekki enn skólareglur og ítrekuð brot hans á skólareglum eru alvarleg, s.s. af hann veldur öðrum skaða eða eignartjóni, er heimilt að víkja honum ótímabundið úr skóla. Það skal þó ekki gert fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið reyndar. Stjórnsýslulög gilda um málsmeðferð.

Hlutverk í skólabílnum

                        Hlutverk nemenda í skólabíl:

  • Sitja í sínum sætum og hafa öryggisbelti spennt
  • Sýna öðrum farþegum virðingu og tillitssemi
  • Ganga snyrtilega um skólabílinn
  • Fara gætilega inn og út úr bílnum
  • Fara eftir fyrirmælum starfsfólks og bílstjóra

Hlutverk rútuliða:

  • Hjálpa nemendum að gæta öryggis í bílnum
  • Aðstoða nemendur ef þeir eiga í vanda
  • Ákveða sætaskipan í rútunni
  • Vera bílstjóra til aðstoðar

 

Farsíma-/snjalltækjareglur

 

  • Notkun      farsíma/snjalltækja er ekki heimil í 1.-7. bekk.
  • Nemendur      í 8.-10. bekk og foreldrar þeirra samþykkja og skrifa undir reglur um      notkun þráðlauss nets.
  • Öll      notkun farsíma/snjalltækja er óheimil á kennslutíma í 8.-10. bekk nema með sérstöku leyfi kennara.     
  •                  Það er algjörlega bannað að taka myndir, hjóðupptökur eða myndbrot      án sérstaks      leyfis í skólanum.
  • Því ber      að hafa farsímann/snjalltækið stillt á hljóðlaust á kennslutíma, hafi      maður ekki fengið sérstakt leyfi
  • Kennslutími      er sá tími sem kennsla fer fram samkvæmt stundatöflu. Íþrótta- og sundtímar eru líka kennslutímar.
  • Nemenda      ber að afhenda kennara/starfsmanni farsíma/snjalltæki sem hann verður      uppvís af að misnota.

           

   
   

Ert þú að  sinna     þínu hlutverki ? Ferð þú eftir reglum um síma/snjalltækjanotkun?

   
   

Neiti nemandi að afhenda farsímann/snjalltækið þá er honum vísað úr tíma og hringt í foreldra.

 

 

 

Viðurlög við misnotkun á farsíma-/snjalltækjum

  • Símar og önnur snjalltæki sem misnotuð hafa verið og nemendur hafa afhent starfsmönnum eru afhent nemendum í lok skóladags, með vitund og samþykki foreldra.

 

  • Sé nemenda vísað úr tíma vegna brots á farsíma-/snjalltækjareglum  skal umsjónakennari eða skólastjórnandi ræða við hann.

 

  • Við endurtekin brot verður nemanda meinað að koma með símann/snjalltækið í skólann.

 

             

   
   

Berum ábyrgð og     njótum þess frelsis að fá að vera með     farsíma/snjalltæki í skólanum.

   
   

 

 

Reglur varðandi íþróttakennslu í 1.-7. bekk 

  • Skylt er að mæta með íþróttaföt/sundföt og handklæði þá daga sem eru íþróttir/sund.
  • Foreldri/forráðamaður láti vita ef nemandi getur ekki tekið þátt í tíma.
  • Nemendur í 1.-4. bekk eiga að vera berfættir í íþróttatímum.
  • Æskilegt er að nemendur í 5.-7. bekk noti innanhússskó í íþróttatímum.
  • Allir nemendur fara í sturtu að loknum íþróttatíma.
  • Mælst er til að stúlkur noti sundboli og drengir sundskýlur (ekki bikini og víðar buxur).
  • Sundföt, íþróttaföt og handklæði fást ekki lánuð í íþróttahúsinu.
  • Þeir nemendur sem þurfa að nota sundgleraugu verða að koma með þau sjálfir.
  • Símar eru ekki leyfðir í íþróttahúsi/sundlaug. 
  • Skylt er að mæta með íþróttaföt/sundföt og handklæði þá daga sem eru íþróttir/sund.
  • Foreldri/forráðamaður láti skólaritara vita ef nemandi getur ekki tekið þátt í tíma.
  • Ef nemandi getur ekki tekið þátt í tíma vegna alvarlegra  meiðsla sem hafa áhrif á hreyfigetu hans eða getur ekki verið utandyra vegna veikinda,  þá sinnir hann bóklegu námi á bókasafni í íþróttatímum/sundtímum.
  • Ef nemandi getur ekki tekið þátt í tíma af öðrum ástæðum en þeim sem getið er hér að undan fer hann í göngutúr eða sinnir verkefni samkvæmt fyrirmælum kennara.
  • Þurfi nemandi leyfi frá íþróttum/sundi meira en tvær viku skal skila vottorði til skóla.
  • Æskilegt er að nemendur noti innanhússskó í íþróttatímum.
  • Allir nemendur fara í sturtu að loknum íþróttatíma.
  • Mælst er til að stúlkur noti sundboli og drengir sundskýlur (ekki bikini og víðar buxur).
  • Sundföt, íþróttaföt og handklæði  fást ekki lánuð í íþróttahúsinu.
  • Þeir nemendur sem þurfa að nota sundgleraugu verða að koma með þau sjálfir.
  • Notkun síma er ekki heimil í íþróttahúsi/sundlaug.

Reglur varðandi íþróttakennslu í 8.-10. bekk

  • Skylt er að mæta með íþróttaföt/sundföt og handklæði þá daga sem eru íþróttir/sund.
  • Foreldri/forráðamaður láti skólaritara vita ef nemandi getur ekki tekið þátt í tíma.
  • Ef nemandi getur ekki tekið þátt í tíma vegna alvarlegra  meiðsla sem hafa áhrif á hreyfigetu hans eða getur ekki verið utandyra vegna veikinda,  þá sinnir hann bóklegu námi á bókasafni í íþróttatímum/sundtímum.
  • Ef nemandi getur ekki tekið þátt í tíma af öðrum ástæðum en þeim sem getið er hér að undan fer hann í göngutúr eða sinnir verkefni samkvæmt fyrirmælum kennara.
  • Þurfi nemandi leyfi frá íþróttum/sundi meira en tvær viku skal skila vottorði til skóla.
  • Æskilegt er að nemendur noti innanhússskó í íþróttatímum.
  • Allir nemendur fara í sturtu að loknum íþróttatíma.
  • Mælst er til að stúlkur noti sundboli og drengir sundskýlur (ekki bikini og víðar buxur).
  • Sundföt, íþróttaföt og handklæði  fást ekki lánuð í íþróttahúsinu.
  • Þeir nemendur sem þurfa að nota sundgleraugu verða að koma með þau sjálfir.
  • Notkun síma er ekki heimil í íþróttahúsi/sundlaug.