Einleikur um Gísla Súrsson

Elfar Logi Hannesson kom til okkar í skólann og sýndi einleik um Gísla Súrsson fyrir 7. -10. bekk. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu sem taka land í Haukadal í Dýrafirði. Allt gengur vel í fyrstu en skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan.

Elfar Logi lék snilldarlega og hélt athygli nemenda alla sýninguna. Frábær sýning í alla staði.

Hægt er að sjá nokkrar myndir hér.