Dansarar frá Rúmeníu

Í dag var nemendum skólans boðið að sjá dans og söngvasýningu frá Rúmeníu eða nánar tiltekið Maramures. En það er landsvæði í norð-vestur Rúmeníu með landamæri að Úkraínu til norðurs og Ungverjalandi til vesturs. Þarna, í norður Transilvaníu, er enn við líði bændamenning frá tímum fyrir iðnbiltinguna þar sem lifa í sátt og samlindi Rúmenar, Ungverjar, Úkraínar, Þjóðverjar, Sígaunar og Gyðingar. Hver þjóðflokkur heldur í sínar hefðir, tónlist, dans, klæðnað og hátíðir þannig að Maramures iðar af fjölbreyttu mannlífi allt árið um kring. Frá þessu einstaka fjölmenningar svæði Maramures koma til norðurlands 17 einstaklingar með tónlist og dans Rúmena, Sýgauna og Ungverja. Hægt er að sjá myndir frá sýningunni hér.