Dagur íslenskrar tungu.

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn árið 1996. Á þessum degi hvetur Mennta- og menningarmálaráðuneytið skólafólk til að vinna verkefni þar sem íslensk tunga er í öndvegi. Börnin í skólanum okkar fengu fjölbreytt verkefni, þau bjuggu til leikrit, botnuðu vísur og völdu sér orð eða spurðu heima um einhver áhugaverð orð og settu á blað. 3. bekkur kom í heimsókn í yngri bekkina og sýndi leikþættina "Ruglað í ríminu" og "Allir geta orðið vinir". Hér fyrir neðan eru fleiri myndir.