Brúðuleikhús

Síðastliðin þriðjudag  kom Bernds Ogrodniks í heimsókn til okkar með nýja íslenska leikverkið Gilitrutt eftir þjóðsögunni um skessuna ógurlegu og bóndakonuna sem vildi sleppa auðveldlega frá skyldum sínum og ábyrgð. Það voru nemendur í 1. - 6. bekk sem sáu sýninguna við góðan fögnuð. Sýningin um Gilitrutt er fjölskyldusýning og er leikverkið mikið sjónarspil. Bernd segir að þessi sýning sé ástaróður sinn til Íslands og má sjá það meðal annars á því stórkostlega listaverki sem leikmyndin er en hún er öll unnin úr þæfðri ull. Einnig eru brúðurnar og annað í verkinu unnið af miklu listfengi.

Leikgerð:  Bernd Ogrodnik í samvinnu við Benedikt Erlingsson                                                                                                              Brúðuhönnun og gerð:  Bernd Ogrodnik
Hönnun leikmyndar og leikmyndagerð:  Bernd Ogrodnik
Leikstjórn:  Benedikt Erlingsson
Tónlist:  Bernd Ogrodnik
Búningahönnun og gerð:  Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Ljósahönnun:  Jóhann Bjarni Pálmason                                                                                                                                      Leikmunagerð:  Móeiður Helgadóttir