Bókarkynning og myndlist hjá 5. bekk

Kätlin Kaldmaa, eistneskur rithöfundur og Íslandsvinur kom í heimsókn til 5. bekkjar í Ólafsfirði og sagði frá bókinni sinni um stelpu sem heitir Einhver Ekkineinsdóttir. Þetta er barnabók sem samin er undir áhrifum frá Íslandi og kom út í íslenskri þýðingu nú á dögunum. Listakonan Marge Nelk, sem myndskreytti bókina var með í för og stóð hún fyrir listasmiðju í tengslum við bókina. Það var mikil sköpun í gangi í myndmenntastofunni og vonandi fáum við að sjá afrakstur vinnunnar á stórsýningardeginum í næstu viku.