Bókakynning

Undanfarna mánuði hafa nemendur við Tjarnarstíg lagt áherslu á lestur bóka eftir íslenska rithöfunda. Nemendur hafa síðan sett myndir af bókakápunum upp á veggi á göngunum og gefið bókunum stjörnur. Þetta hefur vakið heilmikla umræðu og ekki óalgengt að nemendur hópist fyrir framan veggina milli tíma og beri saman bækur sínar um það sem þeir hafi lesið.

Fyrir páska var svo haldin bókakynning þar sem eldri nemendur sóttu yngri nemendur og fylgdu þeim á kynninguna og sátu hjá þeim. Á kynningunni lásu nokkrir nemendur upp úr íslenskum bókum og fluttu ljóð.  Að lokum fengu svo  allir kókómjólk og skinkuhorn og áttu saman gott spjall.

Við erum þó alls ekki hætt að lesa því nú halda áfram stífar lestraræfingar úr frjálslestrarbókum því enn keppast allir við að ná sínum lestrarmarkmiðum.

 Hægt er að sjá myndir frá bókakynningunni hér.