Bleiki dagurinn

Október er mánuður bleiku slaufunnar hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Börn og starfsfólk við Grunnskóla Fjallabyggðar sýndu samstöðu í baráttunni og klæddust bleiku. Nemendur í 1. - 4. bekk komu saman í leikfimisalnum við Norðurgötu og mynduðu fallegu bleiku slaufuna.