Birna Björk sigraði í Stóru upplestrarkeppninni

Miðvikudaginn 2. mars var lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Bergi á Dalvík. 9 nemendur tóku þátt og komu þeir úr Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar. Keppendur okkar voru Birna Björk Heimisdóttir, Eyjólfur Svavar Sverrisson og Tinna Elísa Guðmundsdóttir og stóðu þau sig öll mjög vel. Nemendur komu fram í þremur umferðum, í þeirri fyrstu lásu þeir texta upp úr bókinni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, í annarri umferð lásu nemendur ljóð eftir Guðmund Böðvarsson og í þeirri þriðju lásu nemendur ljóð að eigin vali. Það fór svo að Birna Björk fór með sigur af hólmi, í öðru sæti lenti Urður Birta Helgadóttir úr Dalvíkurskóla og í þriðja sæti var Jón Egill Baldursson úr Árskógarskóla.

 

Við óskum Birnu Björk og öllum hinum lesurunum innilega til hamingju með árangurinn.