- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Baráttudagur gegn einelti var hjá okkur í skólanum í dag. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er. Við unnum ýmis verkefni sem verða sýnileg í skólanum og ræddum við nemendur um hvernig við getum stuðlað að jákvæðara skólaumhverfi og samfélagi.
Einnig skrifuðum við undir eineltissáttmála Grunnskóla Fjallabyggðar sem hljóðar svona:
Við, nemendur og starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar heitum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir einelti. Við leggjum ekki í einelti og við aðstoðum þá sem verða fyrir einelti. Ef við vitum að einhver er lagður í einelti látum við vita. Það á enginn skilið að vera lagður í einelti. Það á enginn skilið að líða illa.
Verum vinir, vinnum saman, eyðum einelti!
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880