Barátta gegn einelti 8. nóvember

Grunnskóli Fjallabyggðar hefur í mörg ár unnið eftir Olweusaráætluninni í eineltismálum. 8. nóvember ár hvert er skólastarf helgað þessum málum og unnin verkefni til að minna okkur á að vera góðir félagar og vinir. Þetta fallega hjarta með góðum orðum var unnið í 3. bekk.