Fréttir

Jólakveðja!        Við óskum íbúum og fyrirtækjum í  Fjallabyggð  gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.   Grunnskóli Fjallabyggðar
Lesa meira

Piparkökuhúsasamkeppni

Ein af vinsælustu smiðjunum hjá 9. og 10. bekk síðustu vikurnar fyrir jólafrí var piparkökuhúsasmiðjan. Í smiðjunni voru 20 nemendur, var þeim skipt í sjö hópa og kepptu hóparnir sín á milli að hanna og baka fallegasta piparkökuhúsið.
Lesa meira

Mugison tónleikar á morgun

Á morgun  fimmtudaginn 15. desember kemur óvæntur gestur í heimsókn. Mugison ætlar að halda tónleika í Siglufjarðarkirkju sérstaklega fyrir grunnskólabörn í Fjallabyggð. Tónleikarnir verða klukkan 13:00.   Skipulagið verður eftirfarandi: Unglingadeild (8.-10. bekkur) - kennslu lýkur 12:50  til þess að nemendur geti sótt tónleikana. Siglufjörður (5.-7. bekkur) - kennslu lýkur 12:50  til þess að nemendur geti sótt tónleikana.   Ólafsfjörður (5.-7. bekkur) - nemendur geta tekið rútuna 12:30 yfir á Siglufjörð og heim aftur að loknum tónleikum. Yngri deildir Siglufjörður - (1.-4. bekkur) -  foreldrar eiga kost á að sækja börn sín kl: 12:45 og fara með þau á tónleikana, annars er hefðbundin kennsla til 13:00 Ólafsfjörður (1.-4. bekkur) - foreldrar eiga kost á að sækja börn sín 12:30 og fara með þau á tónleikana, annars er hefðbundin kennsla til 13:00. Tekið skal fram að tónleikar Mugisons eru á hans eigin vegum og að frítt er á tónleikana.  Skólinn er með þessu skipulagi að leggja sitt að mörkum til að nemendur komist ef áhugi er fyrir hendi. Foreldrum er velkomið að mæta á tónleikana.
Lesa meira

Glæsilegir fulltrúar í Stíl

Á dögunum sýndu fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Neon samnemendum sínum kjólinn sem þær hönnuðu fyrir Stíl en Stíll er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema.
Lesa meira

Dagur gegn einelti

Í dag var brugðið út frá hefðbundinni kennslu og var dagurinn helgaður vinnu gegn einelti. Þar unnu nemendur með ýmis hugtök sem tengjast því hvernig við eigum að koma fram við hvort annað, hvað við getum gert  til að öðrum líði vel og öllum líði sem best. 
Lesa meira

Jólaföndur

Í dag og á morgun býðst foreldrahópum í 1.-7. bekk að nýta sér aðstöðu skólans til að koma saman með börnum sínum og eiga góða stund. Margir eru að nýta sér þetta og ætla að koma og föndra eitthvað skemmtilegt fyrir jólin. 1.-4. bekkur í dag Ólafsfirði kl: 17:00 Siglufirði kl: 18:00 5.-7. bekkur á morgun Ólafsfirði kl: 17:00 Siglufirði kl: 18:00 
Lesa meira