Annað sæti í Stílkeppni félagsmiðstöðva

Þrjár stúlkur í 9.bekk tóku þátt í hönnunarkeppninni Stíl sem fram fór í íþróttahúsinu í Digranesi Kópavogi. Þær kepptu fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Neon. Þetta voru þær Ronja Helgadóttir, Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir og Halldóra Helga Sindradóttir. Þær nutu dyggrar aðstoðar Brynhildar Reykjalín kennara við undirbúning og skipulag fyrir keppnina. Stúlkurnar hrepptu annað sæti sem var aldeilis frábært hjá þeim. Við óskum þeim til hamingju.