Alþjóðadagur sykursýki

Halla Óladóttir sagði frá og sýndi krökkunum í 3. bekk hvernig mæla á blóðsykur. Krakkarnir fengu svo að mæla sinn blóðsykur í tilefni dagsins. Flestir vildu taka þátt og þótti þetta spennandi. Í bekknum fór líka fram almenn umræða um hvað sykursýki er.