Alþjóðadagur sykursjúkra

14. nóvember er Alþjóðadagur sykursjúkra.
Í Grunnskóla Fjallabyggðar eru tveir nemendur og einn kennari með T1 sem er insúlínháð sykursýki. Í tilefni dagsins fóru þær Halla og Gréta í heimsók til allra í 1.-4. bekk og fræddu yngstu börnin um sjúkdóminn og mældu blóðsykurinn hjá þeim sem vildu.


Sykursýki - Tegund 1
Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem orsakast af skorti af insúlíni í líkamanum.
Án insúlíns hækkar sykurinn í blóðinu.
Insúlín er framleitt í stórum kirtli, briskirtlinum, sem liggur í kviðarholinu aftan við magann. Insúlínháð sykursýki er einn algengasti langvinni sjúkdómur í börnum og unglingum.
Á Íslandi hefur tíðni sykursýki farið vaxandi eins og annars staðar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Nú greinast u.þ.b. 18 börn og unglingar með sykursýki á hverju ári á Íslandi.
Ástæða þessarar aukningar er óþekkt.