Allir í bláu

Í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar sem er 2. apríl mættu margir starfsmenn og nemendur við Grunnskóla Fjallabyggðar í einhverju bláu í skólann í dag. Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. Hér sjáum við 1. og 2. bekk með Höllu og Kristínu.