7. bekkur keppir við kennara í fótbolta

7. bekkur með kennurum sínum
7. bekkur með kennurum sínum

Sú skemmtilega hefð hefur skapast að síðustu daga 7. bekkjar við Tjarnarstíg hefur verið haldin knattspyrnuleikur á milli bekkjarins og kennara. Í hádeginu í dag fór svo fram gífurlega spennandi leikur þar sem þrjú lið frá 7. bekk skiptust á að keppa við eitt lið frá kennurum.  Leikurinn var þrískiptur og var það ekki fyrr en í 2. hluta sem 7. bekkur skoraði fyrsta markið, stuttu síðar tók sjálfur skólastjórinn af skarið og skoraði mark fyrir hönd kennar. Þegar leið á lotu tvö fór að síga á ógæfu hlið örþreyttra kennara og var það þá sem 7. bekkur náði að skora sigurmarkið.

Endaði þessi einstaklega skemmtilegur leikur því 2-1 fyrir 7. bekk

Það voru þeir Halldór Guðmundsson og Örn Elí Gunnlaugsson sem sáu um frábæra dómgæslu og héldu uppi sönnum íþróttaanda þrátt fyrir ójafnvægi milli liða oft á tíðum. Gaman að geta þess að báðir dómararnir spiluðu við kennarana er þeir luku 7. bekk fyrir nokkru síðan.

Hægt er að sjá nokkra myndir hér.