5. bekkur lærir um gamla tímann

 

Við í 5. bekk höfum verið að læra um „gamla tímann“ og fengum senda tóvinnukassa og leikjakassa frá Þjóðminjasafninu til þess að kynnast þessum tíma enn betur. Í tóvinnukassanum eru alls kyns áhöld sem tengjast ullarvinnu áður fyrr, nemendur fengu að prófa að kemba ull og nota halasnældu. Í leikjakassanum er að finna leggi, kjúkur, völur, skeljar, tréleikföng og leikjahefti með gömlum leikjum sem gaman er að prófa. Nemendur bekkjarins skemmtu sér mjög vel við þessa vinnu og lærðu heilmargt.
Hægt er að sjá myndir af nemendum hér.