1. og 2. bekkur á gönguskíðum

Fyrr í vikunni kom Björn Þór Ólafsson skíðakappi með gönguskíði og leyfði 1. og 2. bekk að prufa. Búið var að leggja braut við skólann og fengu nemendur að spreyta sig í brautinni, m.a. í sprettgöngu. Færið og veðrið var með allra besta móti og úr þessu varð hin skemmtilegasta kennslustund. Færum við Birni kærar þakkir fyrir framtakið.

Hér má sjá myndir af göngugörpunum.