Grunnskólakennara vantar

50% staða grunnskólakennara við Grunnskóla Fjallabyggðar er laus til umsóknar. Kennslugreinar eru íþróttir, sund og dans. Um er að ræða afleysingu vegna forfalla út þetta skólaárið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Til greina kemur að ráða fleiri en einn grunnskólakennara í stundakennslu. 

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum. 
Skólinn starfar samkvæmt Olweusaráætlun gegn einelti og Uppeldi til ábyrgðar. Þá er hafin innleiðing á ART í bekkjarstarfi.
 
Umsóknarfrestur er 31. október nk.
 
Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir skólastjóri í síma 844-5819 eða í gegnum netfangið rikey@fjallaskolar.is. Umsóknir skulu sendar á sama netfang.