Fréttir

Söng- og hæfileikakeppni skólans frestað um viku

Því miður þarf að fresta Söng- og hæfileikakeppni skólans um viku vegna forfalla. Okkur þykir leiðinlegt að þurfa að gera þetta með svona stuttum fyrirvara en það er samt sem áður óhjákvæmilegt. Keppnin verður því haldin eftir viku, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17:30 í Tjarnarborg.
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17:30 verður söng- og hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg.   Keppendur koma úr 1.-6. bekk og taka þátt ýmist einir eða í hóp.   Rúta fer frá Torginu kl. 17:00 og heim aftur að keppni lokinni.   Enginn aðgangseyrir   Allir velkomnir!
Lesa meira

Skákdagur Íslands

Skákdagur Íslands er þann 26. janúar á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar. Teflt var í 1. - 4. bekk í dag.
Lesa meira

Hver með sínu höfði

Í skólanum okkar eru hressir nemendur með sköpunargáfuna í lagi. Hér má sjá afraksturs þæfingar þar sem hver nemandi skapaði sína persónu eftir sínu höfði.
Lesa meira

Uppbyggingardagur

Í dag er uppbyggingardagur í Grunnskóla Fjallabyggðar. Í tilefni dagsins lögðum við áherslu á grunnþarfirnar fimm.   Áhrifsþörf   Frelsisþörf Umhyggjuþörf Gleðiþörf Öryggisþörf   Hver þörf á sér tákn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og unnu nemendur mismunandi verkefni sem snéru flest að táknum þarfanna. Nemendum  var blandað saman í hópa óháð bekkjum og fór hluti af 9. og 10. bekk í skólahúsin við Tjarnarstíg og Norðurgötu og aðstoðuðu yngri nemendur. Samvinna nemenda var til fyrirmyndar og greinilegt að nemendur voru tilbúnir að skilja mismunandi þarfir annarra og taka tillit til hvers annars. Myndir frá Ólafsfirði má sjá  hér og frá Siglufirði hér.
Lesa meira

5 ára nemendur leikskólans flytja í skólahúsið við Norðurgötu.

Þann 4. febrúar nk. mun starf 5 ára nemenda leikskólans Leikskála flytja í skólahúsið við Norðurgötu  og munu þau starfa þar fram í júní.  Við bjóðum 5 ára nemendur og kennara þeirra velkomna til samtarfs.
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppni

Þann 30. janúar verður Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg. Þar geta nemendur komið og sýnt hvað í þeim býr, hvort sem er að syngja einir eða í hóp eða að sýna hæfileika sína á annan hátt. Þeir sem ætla að taka þátt eru beðnir um að skrá sig hjá umsjónakennara fyrir 16. janúar. Ekki er hægt að skrá sig til þátttöku eftir það. Hver nemandi getur aðeins tekið þátt í einu atriði.
Lesa meira

Verðlaun veitt fyrir Skólahreysti og Norræna skólahlaupið.

Í dag veitti skólinn verðlaun fyrir bestan árangur í innanskólamóti í Skólahreysti og  Norræna skólahlaupinu (10 km). Þessi verðlaunaafhending átti að fara fram á litlu jólum en sökum slæms veðurs varð að fresta henni. Myndin er af nokkrum verðlaunahöfum. Hreystibekkur skólans er 9. bekkur ( var með bestu þátttökuna í skólahreysti)  og 8. bekkur stóð sig best í Norræna hlaupinu. Þessir bekkir fengu farandbikar til varðveislu í eitt ár.  Eftirtaldir nemendur hlutu einstaklingsverðlaun.     Skólahreysti: Hraðaþraut drengir: 1.      Björgvin Daði    0.58 mín 2.      Jón Áki                 1.05 mín 3.      Sigurbjörn          1.16 mín   Hraðaþraut stúlkur: 1.      Erla Marý            1.04 mín 2.      Marín Líf             1.08 mín 3.      Helga Dís             1.10 mín   Upphífingar og dýfur: 1.      Kristinn Freyr 2.      Jón Áki 3.      Arnór   Armbeygjur og hreystigreip: 1.      Sara María 2.      Erla Marý 3.      Helga Dís     Norræna skólahlaupið 10 km: Drengir: 1.      Óskar Helgi Ingvason                     44.10 mín 2.      Valur Reykjalín Þrastarson          44.11 mín 3.      Kristinn Tómas Eiðsson                44.11 mín (Valur var sjónarmun á undan)   Stúlkur: 1.      Sólrún Anna Ingvarsdóttir           50.17 mín 2.      Þórey Hekla Ægisdóttir                 54.40 mín 3.      Erla Marý Sigurpálsdóttir             64.00 mín
Lesa meira

Jólafríi lokið og nýjir sófar komnir í húsnæðið við Tjarnarstíg

S.l föstudag hófst skólinn aftur að loknu jólafríi. Þegar nemendur mættu við Tjarnarstíg um morguninn voru komnir fjórir sófar á gangana á efri hæðinni. Þeir virðast ætla að nýtast vel og njóta mikilla vinsælda hjá miðstiginu.
Lesa meira