Fréttir

Niðurstöður úr viðhorfakönnun

Á foreldradaginn 16. febrúar s.l. var lögð viðhorfakönnun fyrir foreldra í 4., 7. og 10. bekk. Þátttakan var 73% eða 67/92. Þökkum þátttökuna og hvetjum ykkur til að skoða niðurstöður hennar hér.
Lesa meira

Fleiri myndir af framkvæmdum við Tjarnarstíg

Framkvæmdir við Tjarnarstíg eru nú komnar á fullt skrið og ætti umsvif þeirra ekki að fara fram hjá neinum. Gott væri ef foreldrar brýndu það fyrir börnum sínum að fara varlega í kringum öll þau tæki og tól sem eru á vinnusvæðinu og skólalóðinni. Þrátt fyrir að vinnusvæðið sé vel afgirt er alltaf gott að fara varlega :) Hægt er að fylgjast með framgangi mála hér.
Lesa meira

Síðbúið þorrablót hjá eldri deild

Í morgun var haldið þorrablót hjá nemendum eldri deildar, betra er seint en aldrei! Nemendur í matreiðsluvali ásamt nemendum 7. bekkjar útbjuggu sviðasultu, kartöflumús og rófustöppu og bökuðu rúgbrauð og flatbrauð undir öruggri handleiðslu Sibbu og Stínu Davíðs.
Lesa meira