Fréttir

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2011-2012

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2011-2012 eru nú komnir inn og má sjá þá hér
Lesa meira

Skólaslit

                                                         Mynd fengin af sksiglo.is Þá er fyrsta starfsári Grunnskóla Fjallabyggðar lokið. Skólaslit voru haldið við hátíðlega athöfn á þremur stöðum. Yngra stiginu var slitið í Íþróttahúsinu á Ólafsfirði og við Norðurgötuna á Siglufirði. Skólaslit unglingadeildarinnar fór fram í Siglurfjarðakirkju og var jafnframt útskrifaða 31 nemendur úr 10. bekk. Eftirtaldir nemendur í 10. bekk hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur: Lísa Margrét Gunnarsdóttir fyrir ensku og íslensku og dönsku. Þórður Mar Árnason fyrir myndmennt. Helga Guðrún Sigurgeirsdóttir fyrir sögu. Hildur Örlygsdóttir fyrir dönsku. Hrafni Örlygssyni fyrir náttúrufræði. Arndís Lilja Jónsdóttir, Hrafn Örlygsson, Torfi Sigurðsson og Þorfinna Ellen Þrastardóttir  fyrir stærðfræði Katrín Elva Ásgeirsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestu framfarir í námi Kennarar og starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar óskar 10. bekk til hamingju með útskriftina og velfarnaðar í framtíðinni. Myndir af skólaslitum komnar á vef skólans einnig er að sjá myndir af slitunum á : 625.is  SKSiglo.is Siglfirdingur.is
Lesa meira

Skólaslit 7. júní 2011

  Kl. 11.00       Skólaslit fyrir 1.-6. bekk við Tjarnarstíg fara fram í íþróttahúsinu Ólafsfirði Kl. 13.00       Skólaslit fyrir 1.-6. bekk við Norðurgötu fara fram í íþróttasalnum Norðurgötu Kl. 18.00       Skólaslit unglingadeildar fara fram í Siglufjarðarkirkju. Þar fer fram útskrift nemenda og afhending einkunna 7., 8. og 9. bekkinga. Skólarútan fer frá íþróttahúsinu Ólafsfirði kl. 17.40 og til baka að athöfn lokinni eða um klukkan 19.    
Lesa meira

Hreystidagur á Hóli

Í morgun komu saman nemendur og kennarar frá öllum deildum og gerðu sér glaðan dag fram á Hóli. Farið var í Rúgbý, fallin spýta, veiðimannaleik, golf, hafnarbolta, stultugöngu, þrautabraut um skóræktina og ýmislegt fleira. Í hádeginu var síðan tekið hlé frá leikjunum og grillað pylsur fyrir mannskapinn. Myndir frá deginum eru komnar inn í albúmið. Það sem framundan er: Sunnudaginn 5. júní           Skólasýning nemenda á Ólafsfirði frá 12:00- 14:00 Mánudaginn  6. júní           Vinnudagur kennara og frí hjá nemendum. Þriðjudaginn  7. júní           Skólaslit
Lesa meira

Skólasýning á Ólafsfirði

Næstkomandi sunnudag 5. júní, kl. 12.00 – 14.00, verður haldin sýning á verkum nemenda í yngri deild Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði. Sýningin verður haldin í skólahúsinu við Tjarnarstíg. Allir velkomnir Skólastjóri
Lesa meira