- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Stefnt skal að því að ákvörðun um niðurfellingu skólaaksturs liggi fyrir kl. 7.00.
Upp getur komið sú staða að skólaakstur fellur niður vegna óveðurs eða ófærðar.
Tilkynning um niðurfellingu skólaaksturs er sett á heimasíðu skólans, foreldrum sendur tölvupóstur og sms.
Þó svo að skólaakstur falli niður þá er í flestum tilvikum hægt að mæta í skóla og verður skólahald með þeim hætti að nemendur mæta í skólann í sínum heimabæ. Tekið verður á móti nemendum frá klukkan 8:00 en kennsla hefst kl. 8:30 til klukkan 13.30.
Lengd viðvera verður beggja vegna í báðum skólahúsum á óveðursdögum en frístundadagskrá gæti riðlast til. Einnig er það svo að frístund lýkur kl. 14:30 þannig að þau börn sem búa í Ólafsfirði ljúka þá degi sínum fyrr þar sem þau eru ekki á ferð í skólabíl eftir frístund.
Foreldrar þurfa undir öllum kringumstæðum að meta hvort barn á erindi í skólann ef veður er slæmt. Aðstæður fólks eru ólíkar og börnin misjafnlega í stakk búin til að fara út í vont veður. Foreldrar tilkynna skólanum um forföll ef þeir treysta barni sínu ekki til að mæta í skóla vegna veðurs, færðar eða slæms veðurútlits.
Að morgni munu kennarar unglingadeildar (8. - 10. b.) senda út námspakka í námsumhverfið Google Classroom. Nemendur geta svo valið um að koma í skólann og vinna í sínu efni eða óveðurspakka með aðstoð frá kennara eða vinna óveðurspakkann heima. Opið verður fyrir skil til kl. 16:00. Skilin gefa síðan mætingu í ástundun en þeir sem ekki skila merkjast sem fjarverandi.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880