Óveðursplan 2020-2021

Óveðursplan

Upp getur komið sú staða að  skólaakstur fellur niður vegna óveðurs eða ófærðar. Stefnt skal að því að ákvörðun um niðurfellingu skólaaksturs liggi fyrir kl. 7.00.

Frétt um niðurfellingu skólaaksturs er sett á vef skólans, foreldrum sendur tölvupóstur og sms.

Þó svo að skólaakstur falli niður þá er í flestum tilvikum hægt að mæta í skóla og verður skólahald með þeim hætti að nemendur mæta í skólann í sínum heimabæ. Tekið verður á móti nemendum frá klukkan 8:00 en kennsla hefst kl. 8:30 til klukkna 13.30.  

Lengd viðvera verður beggja vegna í báðum skólahúsum á óveðursdögum en frístundadagskrá gæti riðlast til.

Foreldrar þurfa undir öllum kringumstæðum að meta hvort barn á erindi í skólann ef veður er slæmt. Aðstæður fólks eru ólíkar og börnin misjafnlega í stakk búin til að fara út í vont veður.  Foreldrar tilkynna skólanum um forföll ef þeir treysta barni sínu ekki til að mæta í skóla vegna veðurs, færðar eða slæms veðurútlits.

Í ljósi þess að mætingar nemenda 8.-10. bekkjar hafa gjarnan verið dræmar á óveðursdögum hefur verið ákveðið að bjóða þeim upp á val. Að morgni munu kennarar unglingadeildar senda út námspakka í námsumhverfið Google Classroom. Nemendur geta svo valið um að koma í skólann og vinna í sínu efnið eða óveðurspakka með aðstoð frá kennara eða vinna óveðurspakkann heima. Opið verður fyrir skil til kl. 16:00. Skilin gefa síðan mætingu í ástundun en þeir sem ekki skila merkjast sem fjarverandi. Við vonum að þetta fyrirkomulag mælist vel fyrir og að nemendur verði jákvæðir og opnir fyrir fjarvinnu sem þessari.

 

Með kveðju. Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri.