Yngsta stig við Norðurgötu heimsækir Tjarnarstíg

Í morgun heimsótti yngsta stigið við Norðurgötu jafnaldra sína við Tjarnarstíg. Nemendur fóru í sameiginlegan íþróttatíma þar sem búið var að stilla upp fyrir hinn sívinsæla Tarsanleik og svo sameinuðust þau á neðri hæðinni og eyddu saman morgninum við leik og störf. Hægt er að sjá nokkrar myndir síðan í morgun hér.